sýn sú dofin fyrir augum - gömul og máð
því allt hefur breyst í skyndi - of fljótt
… örlaganornirnar ófu mig of skjótt …
móðan milli mín og ykkar - hún mun aldrei rofna
minninganna minna sýn - hún mun aldrei dofna
því þó ég hvíli handan allra fjalla - allra skýja
… í dauða mínum var engin hlýja …
hinn mjói gangur til guðs var lokaður mér
og þess vegna sit ég enn og hvíli mig hér
syndir mínar þungar inn í herðarnar skerast
… áfram mun ég með skýjunum berast …
horfi niður úr lofti - hvorki engill né vofa
útlagi heljar og himna - ég má hvergi sofa
of slæmur fyrir drottinn - fyrir vítið of góður
… í lífi og dauða - æ þungur minn róður …
…
hrifinn úr örmum minnar fjölskyldu og vina
krabbinn dreifðist heitur milli vöðva og sina
allt sem var mér kært kom til mín strax
… dvaldi hjá mér - til dauðadags …
horfði inn í augu föður - arma móður
faðmaði litlu systur - stóra bróður
en viku seinna var ég farinn á brott
… framhaldið var aldrei gott …
…
horfi enn niður með lítið bros á vörum
æska minna barna nú senn er á förum
fylgist spenntur með þeirra ástarmálum
… glaður yfir gleði í þeirra sálum …
en þegar komið er að endi þeirra lífa
safnast þau saman - og framhjá mér svífa
upp til himna þar sem þau sjást á ný
… meðan ennþá ég dvel - skýjunum í …
vængjalaus engill með óhreint hjarta
hornalaus púki með sál hreina - bjarta
hvíli milli himna og heljar - hissa mjög
… furðuleg virðast mér - drottins lög …
-pardus (the atheist)-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.