gömul og grá...
Og sjá - þar hverfa ár
“mikið hefur nú gegnið á”
Við altari við syrgðum þó
að lifa af gleði og sorg.
Saga okkar þó lengri er
en ástin sem við deildum hér.
En vinur varstu ávallt
Já vinur varstu mér.
Nú deili ég við skugga þinn
því liðinn er jú tíminn þinn
hve ljúft það væri að horfa á þig
- aðeins einu sinni -
En klisja var og klisja er
við vitum ei fyrr en liðið er
við áttum allt sem hjartað þurfti
Ég átti sanna ást.
Og sjá - ég dvel hér enn hjá þér
eflaust þú myndir hlægja að mér
ástfangin sem táningsfló
með alpahúfu og gúmískó -
Jú enn ég elska hann gamla minn
Þó liðinn sé nú tíminn þinn….
Ein rós er kveðjan mín!