Dauður og grafinn, í eigin ælu,
fortíðin löng, í þverrandi sælu,
bokkan, mín eina vinkona sanna,
bakkusinn að sál mína kanna.
Í gleði og glaumi liðu árin,
hönd í hönd, gleði og tárin,
ofurástin á bokkunni góðu,
óx og óx, dag frá degi.
Ljósið hvarf í brennivíns móðu,
augun sokknu í myrkrinu glóðu,
púkar og árar á öxlini sátu,
“drekktu” hvísluðu þeir, “drekktu”
Í ræsinu ligg ég fullur og skitinn,
rænulaus af bar-rottum bitin,
ég sál mína Lúsífer seldi,
féll fyrir bakkusar hendi.
Konny 22.10.01.