Ég lít upp, horfi á fólkið sem er samankomið til þess eins að dæma mig.
Mér líður eins og ég standi fyrir framan aftökusveitina hans Hitlers, ég á engin orð til handa þeim.
Þau horfa, bíða eftir að ég segi eitthvað sem þeim annaðhvort þykir grátlegt eða broslegt.En sama hvað ég reyni að segja eða gera þá gerist ekkert.
Það eina sem kemst að í huga mér er það að flýja, flýja af hólmi og láta mig hverfa, kannski að mér takist það hver veit.En myndi það hafa eitthvað uppá sig, ég er hvort sem er dæmdur, ég er dæmdur til að vera þarna, og það eina sem ég býð eftir er að gasið byrji að streyma inn, inní salinn og kannski þá er ég laus undan þessum starandi augum.
En um leið og lönguninn um að deyja tekur völdin að þá koma orðin og þá koma hreyfingarnar og ég finn að ég er ekki dæmdur til dauða, ég er ekki lengur fyrir framan aftökusveitina því að það sem ég segi og geri vekur aðdáun og framkallar hlátur og þá geri ég mér grein fyrir því að ef mér mistekst skal ég hundur heita.
Þau veina, þurrka og berjast um, þau ná ekki að halda aftur af sér og þau ná ekki að berjast mikið lengur, ég get ekki hætt og þau vilja það ekki en vilja það samt.Því að óttin um að kafna er orðin svo sterkur, að kafna úr hlátri er eitthvað sem þau vilja ekki.
En mér er sama því ég ætla ekki að heita hundur og mér líður eins og ég hafi tangarhald á lífi hvers og eins, mér líður eins og helvítis sjúki geðsjúklingurinn hann Hitler hafi gert mig að böðli sínum.
Hundur skal ég heita ef þau skemmta sér ekki og hundur skal ég heita ef þau deyja.