Rauðleit birtan fellur yfir afslappað andlit þitt.
Brjóstkassin lyftist í þungum takt
og ég veit að þú ert hamingjusamur.
Augun eru lokuð og svipurinn dreyminn.
Fullkomin slökun í líkama þínum
og ég veit að ég er hamingjusöm.
Krumpuð sængurföt eftir ástarjátningar.
Traust þitt, öryggi og ást mín á þér
og ég veit að við erum hamingjusöm.
angie.
Ég skrifaði líka Rómeó og Júlía nútímans. en það fór á korkinn (tvisvar..úpps) vegna þess að það var svo stutt þannig að ef þið hafið áhuga endilega kíkið á það líka. Vil í leiðinni benda á hversu fáránlegt að stutt ljóð séu aðgreind frá öðrum. Það væri eðlilegra að skipta þeim eftir því hvort þau ríma og séu með stöðlum, eða hvers kyns höf.(ekki að það sé gáfulegt heldur) er heldur en lengd.
kveðja
angie