öskrum gegn stíði.....
Grátandi geislar þínir loga
í regnbogans litríku kvöl
Með hverfandi auliti er lofað
- ekkert stríð
- ekkert stríð
Á hvaða öld er lifað í ???
Í dúnmjúkum sængum við sofum
samviskulaus og frjáls
Á meðan býr hatrið í öðrum
- þeir drepa
- þeir drepa
börnin sem leika sér frjáls..
Orðlaus vefst tungan í munni mér
leitt að geta ekki brugðið göldrum…
Breytt öllu á betri veg
- með ást
- með ást
Stórri kærleiks öldu…
En kærleikurinn er dæmdur til dauða
og boðorð sett undir klett….
Fyrirgefning, við ekki viljum gefa
lifum víst við lýðveldis, eld.
Og enn deyja menn undan hatri
eigingirni hjartans of frek.
Og enn særir fólk hvert annað
án virðingu, án vilja til að elska,
kannski það sé bannað ???
Og hvað er þetta nema eintómt blöff
þungamiðja heims, sem við sköpum.
Í raun þó aðeins áhrifalaus öfl,
háð því sem við höfum….
Veggir sem byrgja sýn
Múrar sem aðskilja
Steypa sem við erum öll föst í
og vald, sem enginn ræður við.
Hvert stefnum við
á tuttugustu öld???