hæ hæ datt í hug að setja inn ljóð eftir mig Þetta er um gömlu fiskana mína ég byrjaði að gera þetta þegar ég var eitthvað 9-10 og var búin með þetta í fyrra þegar ég var 11
(1 got)
Elsku gúbbíkerlingin mín
það verður allt í lagi með seiðin þín.
Hafðu engar áhyggjur
og gúbbíkarl ekki vera hryggur.
Þó þú hafir hana ekki í nokkra daga
enda er hún enn með fullan maga
af litlum seiðum, pínulitlum seiðum.
(2 got)
Seiðin koma eitt og eitt,
þangað til að ekki er neitt
eftir í litlu bumbunni,
æfð þig nú betur á trumbunni.
Seiðin halda áfram að stækka
og líka að hækka.
Gengur þeim vel í tónlistaskólanum?
Verða þau nokkuð þar á jólunum?
(3 got)
Þriðja gotið kemur senn,
getur þú farið að hætta þessu?
Farðu að haga þér eins og menn!
Annars lendir þú í einni klessu.
(siðin voru etin af ránfiski)
Greyin litlu seiðin öll
að lenda í maganum á honum Gormi
Ég heyri ennþá lítil köll.
Veiddi hann þau með öngli og ormi?
(Gúbbímamma dó)
Ég hætti ei að hugsa um þig.
Vonandi þykir þér enn vænt um mig.
Ég veit að við hittumst aftur
við himins hlið,
en það er nú löng bið.
(framtíðin)
En seiðin halda áfram að stækka
og fulllorðin verða
og hópurinn verður sem nýr.
en sumir þurfa að kveðja
og það er það sem alltaf í hjarta mínu býr.