Ég lít upp til skýja,
sé enga sól,
með geislana hlýja,
bara þessi skýjafól.

Þannig er líf mitt
hulið sorg,
eftir þú tókst þitt,
og yfirgafst borg,

borg míns hjarta,
lífs míns ást,
ég sorginni skarta
því ástin, hún brást.

En er tárin falla
á jörðina ein
ég heyri næstu ást kalla
ekki er ég orðin of sein?

Ég verð ástfangin aftur,
hringrásin byrjar á ný,
það er þessi kraftur,
og sorgin fór fyrir bí.


Hmm mér finnst þetta ekki svo flott en slæ til og sendi það inn. Ekki móðgast eða neitt þó það sé ekki of gott:Þ

Kv.
Eyrún