Mistökin sem þú hefur gert.
Látið þig missa marks.
Falla inn í sjálfan þig
Falla ofan á hart.

Þau eru að jafnaði,
Ekki smá né stór,
Frekar særandi og blæðandi
Sálin svo reytt og tætt.

Fyrir okkur slíka,
Eins og okkur ber,
Að reyna að temja tímann,
Tefja hann eins og hægt er.

Fyrir okkur skiptir ástin engu máli
Mistökin segja sitt
Hvorki elskuð né hötuð
Nema af sjálfum okkur haft.

Sálarmein, blikasvört.
Augun tóm, spegilslétt.
Hendurnar þvalar, kaldar sem frost.
Röddin sem hljómaði,
Þögnuð er nú,
Söngur friðarins rofinn.


-Kristjana