Ég elska myrkrið,
og allt sem í því býr.
Engu tengt við eymdina,
það er ekki það sem að málinu snýr.

Stari út í myrkrið,
um dimmar vetrar nætur.
Hugsa um alla mína hluti,
stundum þangað til að ég þarf að fara á fætur.

Elska tómleikan og friðinn,
sem myrkrið upp á bíður.
Líka ef ég reiðist,
þá róar það mig niður.

En það kemur stundum fyrir,
að það nægir ekki til að róa mína sál.
En þá er reiðin mín það mikil,
að hún er orðin eitt svakalegt bál.

Kom einu sinni fyrir,
að ég drap næstum því mann.
Þurfti þrjá menn til að stoppa mig,
Því að ég gat ekki hætt að berja hann.

Var lagður mikið í einelti,
þegar ég var yngri.
Núna er ég orðinn eldri,
stærri, sterkari og þyngri.

Stilla skapið mitt núna ég kann,
varð að læra það áður en það yrði of seint.
En þetta einelti fór illa með sálartetrið,
gerir mér erfiðara fyrir að tjá mig beint.

En núna lýk,
ég þessu rausi.
Gott að ég gat komið þessu út,
úr mínum stóra hausi.

Pétur Hinrik Herbertsson,
17/10 2001