kaldur vindur blæs á andlit mitt
og frostið freður tárin mín
Langan veg ég geng, ég geng til endaloka
Snjórinn hefur faðmað mína fætur
Ég geng áfram um hvíta jörð
ég finn ekki fyrir neinu
mér finnst ég svífa yfir jörðina
svífa til fundar
Fundar? Já fundar
ég sá ljósið lýsa
og ég vissi að það beið
þarna fyrir utan
Sveima yfir mér fuglar
Skal ég ná til fundar
Guð þú sagðist vernda
Þú sagðir að þú mundir lenda
Í frostinu leita ég til engla
ég leggst á frosna jörðina
ég get ekki lengur, þetta ætlar að enda
Hvar er vonin sem þú ætlaðir að senda
Trú? Ég trúði! En nú ég ligg og bíð
kuldinn lamar mig, ég trúi á dauðan
hann mun enda þjáninguna
Allt sem ég trúði er þvæla
En nú ég finn, dauðinn bankar á hurðina
komdu inn, þvílík sæla
————————————————