ókunnug sál...
Ókunnug sál
Mætumst á veg eilífðar
stoppum segjum hæ….
Horfumst í augu
segjum svo margt,
sem aldrei var raunverulega sagt…..
Kveðjumst, lítum undan
blind á okkar braut….
vonum að við hittumst aftur
þó sú von virðist dauf.
Allt í draum breytist
í tímans takti
Platónsk ást, í stutta stund
sem aldrei rættist…