Ég fell í fang þér
en þú snýrð þér undan.
Hvað viltu mér,
hvæsirðu
og gengur í burtu.
Ég horfi klökkum augum
á eftir þér.

Komdu til mín,
ég þarfnast þín, yndið mitt,
kallar þú.
Ég hleyp á móti þér,
faðma þig
og hjálpa þér,
alltaf til.

Ég sit og græt,
og þú gengur hægt framhjá,
lítur á mig,
en öskrar,
snýrð þér við
og hleypur
eins og fætur þínir toga.

Hvað viltu mér,
spyr ég einn daginn,
ég vil þig,
þegar ég þarfnast þín,
svarar þún,
en mundu bara,
ekki oftar.