-Með kveðju II-
…Hlíðin… hún virðist svo græn og gróðurmikil - fögur
…Árnar… þær renna áfram í kæruleysi - stansa hvergi
…Loftið… smýgur inn í mig og umkringir mig - sem ástkona
…Fönnin… kælir niður bældar minningar - dóp náttúrunnar
…Fjöllin… gnæfa yfir og ráða yfir mér - líkt og þú
…þú náttúruunnandi gleðiperla…
…Fall… neðar til jarðarmiðju þar sem minningarnar dvelja
…Bruni… er ég snerti þessar gömlu tilfinningar - gleymdar
…Ótti… er ég kemst hvergi út - reyni að klöngrast ofar
…Reiði… óþolinmæðin nær tökum á mér og ég brotna
…Öskur… heyrist sem lítið skrjáf í eyrum ykkar
…sálum ykkar sem ég hlustaði ætíð á…
…en…
…Ég hef fundið leiðina - stöðvað reiðina
…Og áttað mig á öllu þessu kjaftæði
…Flogið burt á fjöðrum - handan heimsins jöðrum
…Og sálin mín er loksins í næði…
…Hef fundið minn veg - rólega andann nú dreg
…Sálin mín hefur lifnað við að nýju
…Allt virðist svo ljóst - nú hlýnar mitt brjóst
…Og ég gleymi mér í þessari hlýju…
…og…
…Nú dreymir mig að nýju um allt hið góða
…Núi mér upp við allt það sem ég unni
…Reiðin er horfin úr boðskapi minna ljóða
…Og ég man allt það sem ég áður kunni…
…Ég kunni ætíð að elska og kunni ætíð að þrá
…Nú kemur sú tilfinning sterkari til baka
…Ástríkur mun ég aftur gleði minni ná
…Og með hamingjutár í augunum
…Gleðiboð í taugunum
…Finn ég sælu þá…
…Og með sælusvip í augunum
…Góðar minningar í taugunum
…Fell ég aldraður frá…
……………….kveðja……………….
……………….pardus……………….
;)
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.