strýkst við forvitna vitund mína
og gleiðopin augu mín kætast
Dúnmjúk og rjómakennd áferð hennar
strýkst við iðandi fingur mína
og gleið, opin, mun hún þá vætast
Loðin og safarík rifan hennar
strýkst við leitandi tungu mína
og innst inni bragðið er sætast
Stífur og biksvartur steinninn hennar
strýkst við kámugar hendur mínar
en við ruslið mun hann svo bætast
því þetta er jú bara ferskja.
-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.