ÉG veit nú aldrei,
hvernig mér líður.
Eða hvað þarna úti,
eftir mér bíður.
Lifi dag fyrir dag,
með enga framtíðar von.
Kannski það allt breytist,
því nú langar mig í son.
Einvern til að ala upp,
og faðma.
Einhverja yndislega móður,
sem vill mig og hann í sína arma.
Ég er kominn með nafn,
fyrir þann unga mann.
En ég vona líka innilega,
að það passi við hann.
En ég þarf að byrja,
á því að finna dömu.
Sem ég mun elska,
og hennar tilfinningar séu þær sömu.
hmmmm. kannski ég eigi mér einhverja framtíð með að semja á íslensku :)
vona að ykkur líki vel við þetta,
Kveðja Snákurinn