Sá dáinn mann
ganga niður götu,
hlæjandi einn
með sjálfum sér.
Ég gekk til hans
og spurði:
,,Hví hlærðu?''
Og hann svaraði
mér því að lífið væri
svo miklu fyndnara
svona eftir á,
fólk lifir ekki lengur
lífinu heldur festir sig
í asnalegri rútínu
skipulags og tímaleysis.
Hann leit í tóm
augu mín og
bað mig að koma
með sér.
Og saman gengum við
út úr garðinum,
út úr bænum
upp í sveit.
Lögðumst í grasið,
sáum ekkert nema
himinin og grasstráin
í kringum okkur,
og í fyrsta skipti
fannst mér ég vera
frjáls.