…svíf um í algleymi - týndur í algeimi
…og allt virðist vera svo bjart
…flögrandi á sveimi - í ógnarfleymi
…stari á himnanna skart…
…fljótandi kærulaus - þá leið sem ég kaus
…hvert sem ég lít er gleði
…þegar sálin mín fraus - féll neðar minn haus
…og ég lagði líf mitt að veði…
…sigraði sorgina - yfirgaf borgina
…og þandi út vængina - sem fugl
…fljúgandi hærra - milli stjarnanna skærra
…laus við allt jarðarinnar rugl…
…hversu sárt sem þú biður
…kem ég aldrei aftur niður
…hér lifi ég hlýr við hlið sólanna
…húki upp við alheiminn
…geimpúki - dreyminn
…og rekinn á brott úr hirð fólanna…
…
…að sofna ég fer - þar til sólin er hér
…og ég vakna hlýr við hlið þér
…lokuð eru augu þín - alsælan dvín
…glaður ég veit að þú ert mín…
…að lifa með þér einn í heimi
…þá er sem mig dreymi
…að ég þenji út vængi og svífi
…villtur á sveimi
…í stjörnubjörtum geimi
…við hlið þér er ég loksins á lífi…
-(rómó)pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.