sorg
ég leita að huggunarorðum í huga mínum,
en finn engin,
heimurinn virðist hafa enga þýðingu lengur,
þar sem ég sit og græt,
heimurinn svo allstór og fullur af möguleikum er mér einskis virði,
ég virðist hafa glatað lífsgleðinni,
og mér er ekki vært um tilhugsunina um að öll gleði hafi horfið frá hjarta mínu,
ég leita eftir lausn en dettur aðeins í hug sú lausn að glata lífinu sjálfu,
ég hugsa um það um stund og fylgi hugsinni eftir,
öll sorgin hverfur,
öll reiðin er úti runninn,
og við mér blasir eilift tóm,
eilíft myrkur,
ég óskaði ekki þess að svífa um myrkrið tilfinningalaus,
ég reyni að gráta,
en sorgin er horfin,
ég reyni að öskra af brjálæði,
en reiðin er úti runninn,
mig langar aftur í sorgina og reiðina,
mig langar aftur í lífið……………