Hvolpahjartað titrar í brjósti mér,
í hvert sinn er þú gengur hjá,
mig langar svo að falla í faðminn hjá þér,
ég ástfangin er,
það hljóta allir að sjá.
Mig langar að vera og kallast þín,
faðma og kyssa þína kinn,
að þú segir mér, “þú ert mitt skrín,
þú ert ástin mín,
og ég er, ég er þinn”.
En ástin hún bregst sem endranær
í tárum enda ég, ein,
þú, sem varst mér svo ofurkær,
ég var of sein.
*Snökt*