með frostbólgnum fingrum,
bréfið er hjartfólgið mér,
bráðum dey ég en skil þó eftir
þetta bréf til þín frá mér.
Þegar þú varst ekki til,
var ég ung og hamingjusöm stúlka.
ég lifði fyrir hvern dag í einu,
og hugsaði ekki um framtíðina,
vissi ekki hvaða hörmung beið mín.
Við hittumst svo oft,
og spjölluðum saman,
égg elskaði hann svo heitt
því þurfti hann að eyðilagja allt
drepa allt sem er gaman.
ég var háttsett hertogaynja,
í frönsku hirðinni 1755,
ég lifði eins og blómi í eggi,
og þekkti ekki orðið að þjást.
en ég átti eftir að kynnast því…
Einn daginn fór ég á dansleik,
ég dansaði dátt við marga menn,
en aðalega þó einn, myndarlegan barón,
hann var fagur og greindur,en ég vissi ekki
að það bjó aðeins illska bak við hans grímu.
Við hittumst svo oft
og spjölluðum saman,
ég elskaði hann svo heitt,
og því þurfti hann að eyðileggja allt
drepa allt sem er gaman.
Ég átti ástarfund með honum,
og komst svo að því að ég var ólétt,
auðvitað urðum við að giftast!
en honum datt það ekki í hug,
hann ætlaði að elta fleiri pils en mín.
og því bar ég mína skömm, þig,
með stolti því þetta var barnið hans
hans sem ég elskaði svo mikið
og skildi ekki hversvegna
hann sveik mig svona.
Við hittumst svo oft
og spjölluðum saman,
ég elskaði hann svo heitt
og því þurfti hann að eyðileggja allt,
drepa allt sem er gaman.
ég var rekin frá hirðinni,
og grét, því mín eigin móðir
fordæmdi mig og hataði,
ég fór útá land og lifði þar
en átti ekki neitt að borða.
ég átti ekkert húsaskjól,
og ég á engan mat,
og nú fallegi drengurinn minn,
hef ég gefið þér það síðasta sem ég á,
og bráðum dey ég, en þú lifir af!
við hittumst svo oft,
og spjölluðum saman
ég elskaði hann svo heitt,
því þurfti hann að eyðileggja allt,
drepa allt sem er gaman.
ég fer með þig í klaustur,
skil þig eftir með bréfið.
fast í lítilli krepptri hönd,
ég græt því ég sakna þí svo mikið,
og stekk svofram af næsta kletti.
ég sekk oní hið djúpa haf,
og dey rólega með frið í sálu,
og mundu alltaf litli vinur,
ég verð alltaf nærri og gæti þín,
það er óþarfi að sakna mín.
Við hittumst svo oft,
og spjölluðum saman,
ég elskaði hann svo heitt,
og því þurfti hann að eyðileggja allt
drepa allt sem er gaman….
cecilie darlin