Mitt á milli júlí og ágústs á þessu átti ein vinkonan mín afmæli. Ég hugsaði með mér hvað ég ætti að gefa henni í afmælisgjöf, ég vildi gefa henni eitthvað allt annað en hinir og því ákvað ég að semja “afmælisljóð”. Ég gerði tvö vers sem voru nú ekki mjög innihaldsrík en hún var ánægð með þetta. En þetta var ekki búið, þetta var rétt að byrja. Í hverju einasta afmæli eftir þetta hef ég þurft að semja ljóð og getur það verið pínu þreytandi til lengdar. Þetta er þó orðið skemmtilegra eftir að ég tók uppá því að lesa ljóðin upp sjálfur í afmælunum. Mér langaði hinsvegar að sýna ykkur kæru “ljóðahugarar” þróunina á fyrsta ljóðinu sem ég samdi og því síðasta. Endilega komið skoðun ykkar á framfæri ef þið hafið eitthvað að segja.
Fyrsta ljóðið
Afmælisljóðið um Beggu
Til hamingju með daginn elsku Berglind!
Að þú eigir kærasta er algjör synd.
Því ég var með í huganum fullkomna mynd,
af mér og þér í kofa uppí fjalli við tæra lind.
Þér segist langa í Chewawa hund,
en fyrst kemuru á minn fund!
því við viljum enga rottu,
sem verður bara að einni mottu.
Síðasta ljóðið
Afmælisljóðið um Eystein
Til hamingju með daginn elsku Eysteinn!
En skuggalegt nafn þitt rímar við wasted!
Ertu nokkuð ennþá hreinn sveinn?
Stelpurnar ávallt á þig lýta,
þær á ballinu tækifærið ætla að nýta.
En við þær segiru alltaf “Því miður, nei!”
Þær feisa þig og segja “Okei Mr. Gay”
Áhrif áfengisins eru þér ekki góð,
hlustaðu vel á mig þessi ráð eru fróð.
Stelpan gröð fyrir framan þig stóð,
þú lagðist bara niður á gólf og tókst upp lóð.
Þú segist alltaf vera rosa artý,
samt hefuru aldrei haldið neitt partý?
Okei rólegur ekki fara að gráta,
viltu ekki bara fötin í Spútnik máta?
En nú fer ég að kveðja,
má ég við þig veðja?
Að eftir þennan lestur muntu mig berja,
ég taugarnar þínar var nú að erja!
Ég er bara að grínast, við erum góðir vinir.
En í ástarmálunum báðir frekar linir.
En þú ert nú einna besti félaginn,
til hamingju aftur með daginn!
Ef ykkur langar til að sjá fleiri ”afmælisljóð” eftir mig þá vill ég benda ykkur á að kíkja á síðuna mína en slóðin er www.blog.central.is/raudskaufi . Takk, takk!