.....
Hef ég nokkurn tíman sært þig svo
að ekki renna tár, við kvarma mína…
Þú ert mitt lífsins blóm, nærður við barminn minn.
Að geta ekki bjargað þér, úr örlögum þess heims
tætir úr mér hjartað, tætir mitt geð.
Fokreið ég stari, svo illilega reið.
“Barnið mitt, hvar ert þú í nótt?”
Þú ert sterkur, það veit mín vel,
en móðir finnst hún bera þungað eið,
að hjálpa þér þegar þú villist af leið,
og berja frá þér púkana
sem leytast að þér…
En víst ertu einn, það erum við öll
örlög þín ekki í hendi minni.
Það ert þú sem verður að berjast, og efldu þig nú
Gjöf mín er frelsi þitt, og farðu nú!
Að sleppa þér úr faðmi mínum
er sárara en öll mín heimsku verk.
Að geta ekki verið með í öllum því
sem þú gerir vitlaust eða rétt…
er dómur þess að vera móðir,
er dómur minn að vera ég.