Hérna eru nokkur ljóð eftir hann Casper,góðan vin minn og greinilega upprennandi ljóðskáld.
Það væri fínt ef þið gætuð verið dugleg að senda mér dóma um verkin hans því ég vil vita hvað öðrum finnst um ljóðin hans
——————————————————
þetta samdi hann víst í ástarvímu eins og gerist með unga menn
Óður til þín
mig langar svo,
að taka þig upp að mér
finna lífsorku þína blása út til mín
faðma þig og finna heitan andardrátt þinn á hálsinum á mér
heyra þig segja eitthvað sætt með röddinni þinni
og finna tilganginn í tilveru minni hér
þú ert orkugjafinn sem heldur mér gangandi
—————————————————————
Þetta hérna samdi hann um lítinn frænda sinn sem varð 1s árs um daginn
Bjartur
eins og sólin sem skein í fyrsta skipti hjá mér
skein lífið inn um lífsgluggann hjá þér fyrir ári
Embrek
litli embrek,
lífið áttu allt eftir
allt áttu eftir að sjá
og mikið áttu eftir að læra
Máni
þú lýsir mér á næturnar
líttu út í lífið
gakktu hinn langa veg
og ég skal vera orkugjafinn
svo þú haldir áfram að lýsa mér
————————————————————-
greyið var víst eitthvað svikinn…
svik
það sem aldrei hefur verið svikið áður,
hefur nú svikið mig
þú sem öllu góðu lofaðir
stóðst ekki við neitt
meðan ringulreiðin í höfðinu
skapaði nýjan heim
fullan af þér
sveikstu mig
——————————————————–
þetta samdi hann í einhverjum skrýtnum pælingum um samband hans við heiminn
Hugarást
Þar sem óskertur raunveruleiki verður,
munt þú alltaf vera þar.
Ef uppfyllingin sem fyllir drauma mína hyrfi
myndi ég hafa það sem ég virði lífið fyrir?
Hvar sem við höfum leitað
ekki vitandi hverju við leitum að,
höfum við alltaf fundið það sama,
uppfyllinguna í drauma okkar:
Hvort annað
—————————————————–
Hann er mikill anarkisti og baráttumaður einnig og samdi þetta ljóð í þannig pælingum
–samið um hvernig heimurinn er sífellt að loka augum okkar fyrir raunveruleikanum,allavega að mér finnst..stundum sjáum við það ekki því að það er þegar búið að loka augum okkar–Casper
Kæri Heimur
Kæri heimur,opnaðu augun
allt sem þú sást ekki
sem var þér hulið undir augnlokum
blekkingarinnar
Fyrir þá sem hafa látið lífið er þeir opnuðu augun
skaltu líta tvisvar á þá sem byrgðu þér sýn.
Á þá sem keyptu af þér sjálfan þig,
skaltu hrækja,
líta lengi á
Kæri heimur,við höfum mátt þola margt
og látið okkur fátt um finnast
En við eigum þetta ekki skilið
Taktu í hönd mína
og opnum augun saman
————————————————
Hann er alltaf eitthvað svo ástfanginn greyið…
hérna er allavega ljóð sem hann samdi um daginn
Þú sem lifir
Þú sem lifir í hjarta mínu,
líkt og fuglasöngurinn syngur sig í gegnum hjarta mitt,
og leyfir mér að elska
Ég vakna upp á næturnar,
og bið..
um að ég heyri þig segjast elska mig,
svo ég geti sagt það til baka.
sú þrá sem býr innra með mér
er til þín.
Nafn þitt hljómar eins og nafn gyðju
í ástsjúkum eyrum mínum.
þegar ég sofna,og hef snúið sænginni við,
til þess eins að getað fundið lyktina af þér sem þú skildir eftir
————–
jæja ég vona að ykkur hafi líkað við þessi ljóð,það kemur vonandi meira frá þessu upprennandi skáldi í framtíðinni
-dís