Fyrra ljóðið er upprunalega myndin en svo þróaðist það út í þetta seinna sem er bara endirinn á fyrra ljóðinu. Mér fannst það einfaldara og stílhreinna að hafa bara seinasta erindið, hvað finnst ykkur? Hvort er betra? Hérna koma þau:

1)

Mamma.

Leið alltaf eins og…

Framlengingunni á líkama þínum.
Þessari einu sem að þú varst ósátt við.
Sama hvernig þú reyndir að breyta henni
hélt hún sinni upprunalegu mynd.

Einu horninu í húsinu þínu.
Þessu eina sem að alltaf var óhreint.
Sama hvernig þú reyndir að þrífa það
þá tókst það ekki.

Glerbrotunum.
Þessum sem þú reyndir að líma saman
og móta úr þeim blómavasa.

Vasinn var ætlaður fyrir rósirnar.
Þessar sem þú ræktaðir af ást.

Blómavasinn endaði sem stytta.
Þessi bæklaða af sjálfri mér
sem getur ekki haldið á rósum.

2)

Mamma.

Leið alltaf eins og…

Glerbrotunum.
Þessum sem þú reyndir að líma saman
og móta úr þeim blómavasa.

Vasinn var ætlaður fyrir rósirnar.
Þessar sem þú ræktaðir af ást.

Blómavasinn endaði sem stytta.
Þessi bæklaða af sjálfri mér
sem getur ekki haldið á rósum.