mitt litla blóm... :)
Nú vaknar sól í hjarta
nú syngur sál mín hljótt
og það sem hefur vantað,
komið er í ljós.
Ég gef þér bros til baka
í hljóði, við heyrum þó
að þessi ást er okkar
ein um miðja nótt.
Og þú mér gefur til baka
alla mína ást,
sorg er hefur vakað
dregið sig í nátt.
Að elska þig um nætur
að elska þig í dag
að elska hvað þú nýtur þess
að vera bara barn….
Ég veit að tíminn talar,
einn daginn stelur þér,
en brosið sem mér yljaði
verður ávallt hér ;)
Æ, bara eitt pínu jákvætt, hef verið of þung..Góða helgi allir :)