Við erum eins og kertaljós sem fljóta á vatni
Enginn veit í hvaða átt kertið stefnir, hvaða ljós það á eftir að rekast á
Lífsleiðin er löng fyrr flesta, mörg ljós á leiðinni
Ég rakst á þig
Ég var 8 ára lítil stelpa, ný í skólanum, þú líka
Við kynntumst og meira en það, urðum bestu vinkonur
En eftir nokkur ár þurfti ég að fara í burtu, það var sárt
Nokkur ár liðu, sambandið dofnaði á milli okkar
Aðfararnótt 26 júní dreymdi mig þig
Þú komst til mín og við vorum að baka, allt var eins og áður
Svo labbaðir þú út, kvaddir mig og gekkst niður tröppurnar
Ég horfði á eftir þér, vissi ekki hvert þú værir að fara svona skyndilega
Vaknaði

Fyrstu orðin sem ég heyrði þennan dag voru þau að þú værir farin, dáin
Það var slokknað á kertinu, tárin flæddu
Farin, svo ung
Næstu dagar voru þeir erfiðustu sem ég hef á ævi minni upplifað
Minningar, tár og einmanaleiki
Það vantar eitthvað í hjartað mitt

Þessi orð - hún er dáin
Skera eins og hnífur í hjartað

6 árum seinna er ég á gangi í kirkjugarðinum
Tárin leka ótt og títt
Alein
Sest niður hjá þér og græt
Myndin af þér á legsteininum
Þú brosir
Ég græt
Sit alein hjá þér, gleymi tímanum
Það er orðið kalt, ég kveð þig og fer
Labba hægt og rólega í burtu, horfi niður á göngustíginn

Ég mun aldrei gleyma þér
Þú verður alltaf fallega logandi kertið
Þú komst og kvaddir mig í draumi
Eftir öll þessi ár
Ég sakna þín

————-

Þetta er nú ekkert ljóð þannig séð, nokkrar línur sem ég rissaði niður á blað til að lýsa tilfinningum mínum.
Vona að ég fái engin skítköst
Takk