Hún horfir sorgar augum upp í himinninn.
Eitt sinn hafði hún verið hluti af þessu öllu saman.
En nú, útskúfuð frá umheiminum.

Þar sem hún situr,
er hún umvafin himinhvolfi einmannaleikans.
Hún sér ekki neitt.
Hún starir blint fram á við
og bíður þess sem koma skal.
Allt sem átt hefur sér stað í hennar lífi,
hefur þeytt henni lengra niður í hyldýpið.
Þar sem hún bíður,
ekki lengur hrædd,
viðbúin að taka á móti öllu því myrkri sem fylgir.

Hún situr og horfir fram á við
og sér ekki neitt,
því augu hennar eru eins og steinar,
köld og hörð, og hreifast ei.

Hjarta hennar hætti að slá sökum þunga,
fylltist af óhreinum sandi.

Og líkami hennar situr sem fastastur,
kaldur og harður, sem klakastytta,
og hún starir áfram án þess að sjá.

Draumar hennar og vonir eru litlar frostrósir
sem hanga utan á henni, þekja líkama hennar.
Draumar sem hafa staðnað með tímanum.
G