Hún var aðeins lítil, saklaus stúlka
og þráði althygli sem hún ekki fékk.
Elsku pabbi, sagði hún
og reyndi að líkja eftir honum í öllu.
En pabbi sá hana ekki,
því hún var bara stelpa
og kannski ekki bara þess vegna.
Seinna var hún ekki lengur lítil
og þráði athygli sem hún fékk.
Elskan mín, sagði hún
og reyndi að líkja eftir konu.
Og karlmenn sáu hana
því hún var ekki lengur barn
og kannski ekki bara þess vegna.
Síðar varð hún fullorðin
og þráði ekki þá athygli sem hún fékk.
Hættu, bað hún
ej enginn vildi hlusta.
Og hún færðist undan og faldi sig.
Samt sáu hana allir
…en enginn vissi hvers vegna.