Hlátur…
Grátur…
Sé andlit
ótal andlit
Raddir hvísla
illar raddir
Glott
illgjarnt glott
Raddirnar í hausnum á mér…
segja mér að þegja
segja mér að gráta
segja mér að deyja
segja mér að láta
hönd á egg og heyja
hinsta slag við dáta
dauðans eftirláta.
Ég segi nei!
Þær raddir
eru ekki mínar!
og þó hljóma þær
í huga mínum
líkt og mín hinsta tónlist.
Litla stelpuskjáta
viltu ekki játa
að þessi lífsins gáta
er þér um megn
og dauðans regn
mun veita líkn
og þessi fíkn
mun frá þér hverfa
og þú munt erfa
kærleika og drottins ást
hann þér aldrei brást
þó hann hyrfi sjónum
í reyk frá ótal jónum
var hann ætíð þar
var hann allsstaðar
og þig yfir þrautir þínar bar.
En hví þá þessi sorg?
Átti hún ekki að hverfa?
Hví kemur hún aftur?
Og hvaða raddir hljóma í eyrum mér?
Eru þær lygi
eða eru þær sannar
eru þær ég
eða eru þær einhver annar?
Það er aðeins ein leið
til að komast að því…