kveðjan...
Tilvera bernsku minnar
á braut velgegndar ég dvel
hverfur minn skuggi…??
Að þér hef ég leytað
svo óralangan veg
dvalið of lengi við það liðna…
Á endabraut er leið mín hafin
veröld sem mótaði mitt geð
ég kveð, þig heimur, sem braut mig niður..
Nú horfin sú mynd
er eitt sinn ég leit
spegilinn hættur að hata hana, mig..
Ó eilífð, taktu við mér,
gefðu mér bros mitt aftur,
ég skal gleðjast og hlæja með yður
það sem eftir er.