…hvern þumlung af minni húð
…og dregur mig nær sér
…hlýjar sér í mér
…kuldinn svalar
…leggst til dvalar
…í hjarta mínu á ný
…og eltir mig hvert sem ég sný…
…rauðbirkin tré með gulbleiku laufin visin
…sólin hvílir á himninum - nývöknuð - nýrisin
…og varpar sínum geislum
…í ljúfum októberveislum
…roðinn á hverjum vanga
…tekst mig að fanga
…og draga mig með sér
…inn í algleymið hér…
…hnáturnar heilla mig með sínum silkivörum
…fiðurvængja englarnir eru á förum
…til hlýrri landa og fagurra þjóða
…flýja myrkrið hér í húminu rjóða
…þar sem ég dvel kátur
…dafna ríkur við hlátur
…því hérna á landi ísa
…mun sólin að nýju rísa…
…veturinn kominn og ljósið hörfar
…Amor situr og skýi og brýnir sínar örvar
…miðar vel og á mig lítur
…mundar bogann - skýtur
…og örin fellur djúpt inn
…í viðkvæman líkama minn
…sálin glaðnar og situr deyfð
…ástarörin liggur enn - óhreyfð…
…og hvert sem ég lít - ást ég skynja
…og örina geymi ég ennþá til mynja
…því nú man ég hvert takmark mitt er
…að finna ást í köldum heimi hér
…októberhúmið svala
…liggur í dvala
…hjartanu í
…í mér á ný…
-(rómó)pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.