Næturverur Spekingslegt hús með spangir
þar bý ég
stend í víravirkinu
sem byrgir kassalegt brosið
á þessari gráu bárujárnsbeygluðu byggingu.

ÉG sé annað hús hálfsofandi
annað augað í pung
en hitt pírir í áttina að mér
ég blikka til baka í blámann
og tek stuttan snúning
til að halda á mér hita.

Sólin rís hærra í hálfgerðum gothstíl
og feikar nýtt nafn sem snýr á alla,
en ekki mig
ég æpi “sól sól skín á mig!” í gegnum nóttina
svo bergmálið brotnar á veggjum húsanna.

Í gegnum opna rúðu sleppur það séð
og vekur upp ljós, látbragðsleik skugga
sem verður að mannveru.

Ég heilsa þessari hvorugkyns veru
og fæ til baka formælingar
fokk jú merki,
og svo er hún farin
og ég líka
því dagur er víst að dauða kominn.

—–

Takk fyrir annars fyrir mig og veru mína hér sem stjórnandi. Áhugamálið er komið í góðar hendur núna þannig að ég læt mig hverfa for good. :)
—–