Ég skil þig SVO vel!!! Maður er særður, leiður og reiður en svo endar maður uppi með ekkert nema hatrið og grimmdina í hjartanu ;/ Tortryggni um svik, orð sem særa, slæmir verknaðir og atburðir sem maður getur ALDREI gleymt (því miður ;/)
Mér finnst þetta ljóð svo mikil snilld… segir svo rosalega margt í fáum orðum, og eiginlega setti það mig dáldið niður ;/ Þú virðist vera í ástarsorg (???) og ert reið/leið og með mikla eftirsjá yfir hlutum sem hefðu getað orðið, og þú hugsar alltaf: ef…ef…ef…ef og ef… og sérð eftir hlutum sem urðu en þú getur ekki breytt núna. Þetta er fuckedup ástand, en sem betur fer býr heilinn manns yfir hreint ótrúlega skemmtilegum eiginleika. Það er að segja: Gleymskan ;)
Sumt er ekki hægt að fyrirgefa, sumu langar mann að breyta og sumu sér maður eftir að hafa gert. Þess vegna er best að vera ekkert að hugsa um þetta, halda áfram og GLEYMA því liðna. Það eru ekki til tímavélar/kraftaverk og þess vegna ekki hægt að breyta því ;/
Þannig að… eitt það besta sem ég hef lesið hérna og eitt það sannasta sem ég séð.
Til hamingju jath… ÞÚ ert snilld ;)
kv. Danni
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.