-Hlýjar hendur-
Faðmaðu mig, segi ég bara við vini mína
velkomin í arma mína ertu ávalt hér
glaður mun ég falla djúpt í barma þína
gleðjast er þú yljar mér.
Því sorgir mína hverfa er ég horfi á þig
þögull af hamingju er ég held þér nærri
fast þú heldur, fast þú kreistir mig
falleg sál þín er betri en mín og stærri.
Þú tekur og tekur á móti öllum þeim
þeim sem þú þekkir best, ég þakka þér
mér líður betur, er þú býður mér heim
með tárin í augum, í örmum þínum hér.
Traustasti vinur allra, þú hefur stóra sál
syrgir með öllum sem á þurfa að halda
talar við okkur, um öll okkar vandamál
í kulda yljar þú hjartanu mínu kalda.
-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.