Ég samdi þetta ljóð einu sinni til vinkonu minnar… það er orðið dáldið langt síðan en mér fannst samt rétt að láta þetta einhvern tíma inn. Ég er ekki þessi væmni-grátandi-persónuleiki (ekki nema í ljóðagerð… STUNDUM ;)) þannig að ég fílaði þetta í raun aldrei… endilega segiði mér hvað ykkur finnst, er þetta of væmið eða er þetta passlegt til góðrar vinkonu???


-Hlýjar hendur-

Faðmaðu mig, segi ég bara við vini mína
velkomin í arma mína ertu ávalt hér
glaður mun ég falla djúpt í barma þína
gleðjast er þú yljar mér.

Því sorgir mína hverfa er ég horfi á þig
þögull af hamingju er ég held þér nærri
fast þú heldur, fast þú kreistir mig
falleg sál þín er betri en mín og stærri.

Þú tekur og tekur á móti öllum þeim
þeim sem þú þekkir best, ég þakka þér
mér líður betur, er þú býður mér heim
með tárin í augum, í örmum þínum hér.

Traustasti vinur allra, þú hefur stóra sál
syrgir með öllum sem á þurfa að halda
talar við okkur, um öll okkar vandamál
í kulda yljar þú hjartanu mínu kalda.


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.