Ef ég gæti umvafið þig
jafnmikilli ást
jafnmikilli hlýju
og ég þrái sjálf
myndi ég aldrei missa þig
Ef ég ætti ennþá
hjarta mitt
myndi ég gefa þér það
einum
Ef ég fengi aftur
alla þá ást
er ég hef áður gefið
væri eitthvað eftir
handa þér
En hjarta mitt
slær í öðrum
en mér
og dælir ást
í æðar annars
og heldur blóði hans eins
heitu
…og kalt blóð mitt
getur ekki yljað þér…