Þetta ljóð var eitt sinn samið til mín og mig langaði að heiðra höfundinn með því að birta það hérna. Hann var fyrst strákurinn sem ég elskaði og samdi það til mín eftir að hafa sært mig eitt skiptið. Mér finnst það virkilega fallegt.


Stirndi himinn
hjartað mitt,
veitið mér ekki
þessa lögun
firð!
Veitið mér líf
gætt merkingu
og fegurð
sem er ein
og óblandin;
hvorki framandleikann
né unaðinn
heldur það að skynjun mín
varðveitist.
Án hennar
er ekkert.
Ekkert er varðveislunnar virði
utan ástin
sem afhjúpar skuggann,
ástin sem sigrar skuggann.