Þegar ég sest í gluggan
hellist þetta þægilega kæruleysi
yfir mig og mér finnst ég geta allt.
Fylgist með fólkinu
ganga framhjá og finnst skrýtið
að þekkja ekki alla eftir níu mánuði.
Huginn og Muninn
eru flognir í skjól fyrir rigningunni
og bíða með að færa okkur fréttirnar.
Ég læt mig dreyma
um að fá allt sem ég vil en hætti svo við,
það væri svo tilgangslaust að fá allt.
Hugsa um alla sem mér þykir vænt um
en það eru svo margir að ég ruglast
og ég nenni ekki að byrja upp á nýtt.
Velti fyrir mér ranglæti í heiminum
og að það geti ekki allir
gert það sem þeir vilja.
Langar að telja öll grasstráin í heiminum
en það yrði of tímafrekt
svo ég tel tærnar á mér í staðinn.
Brosi yfir furðulegu hátterni
fólks sem ég þekki og átta mig á því
að ég er ekkert sár lengur.
Sé orm liggjandi á gangstéttinni
og reyni að ímynda mér
að það yrði allt í einu stigið ofan á mig.
Hvað er það sem fær þig
til þess að trúa yfirleitt einhverju
af því sem ég segi?
Samið þar sem ég sit í glugga heimavistar Menntaskólans á Akureyri og horfi út í rigninguna..
Enilega kommentið..