-Ofsóknaræði í brjálæði-
…ofsóknaræðið hreiðrar um sig heitt
…horfin er mín gallamikla sál
…í myrkri rata ei og sé ekki neitt
…og blindur leysi ei mín vandamál…
Óðs manns æði…
Góðs manns gæði…
Ég er blanda af þessum mönnum tveim…
Í ljósinu fárast…
Í myrkrinu tárast…
Villtur í sorg og get ei snúið heim…
…hvursu margir kveljast eins og ég?
…hvernig losna ég endanlega úr sorg?
…Á meðan ég lifi og hásan andann dreg
…í samúð skaltu heyra mín sálarorg!!!
Hlustaðu á mig!!!
Ég treysti á þig!!!
Mín vandamál og öskur skaltu heyra!!!
Aleinn í sorg og súti…
Ekki loka mig úti…
Þáðu mitt traust og biddu um meira!!!
…því með þessu sýni ég þér heiður
…þú ert mín eina sálarvinkona!
…meðan ég ligg hér dauðyfli og leiður
…láttu mig tala, leyfðu mér að vona!!!
Til heljar með þig!!!
Þú fífl hunsar mig!!!
Ég hætti að treysta því þú vond mér ert!!!
Ég að lokum mun deyja…
Því ég mátti ekkert segja…
Þú reifst í sundur, sálartetur mitt bert!!!
-Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.