Ljóð eftir mig sjálfan. Einnig af /romantik en ég lagaði það aðeins til.

Í greipum þínum grét mitt hjarta
gæfa öll mér horfin var
Þú hélst mér fast í fangi þínu
fylltir mig af von um svar

Þú gafst ey fala hugsun þína
hélst mér enn á heljarbrún
Munt þú mig aftur vilja sem þína?
eða mun val þitt verða hún?

Í sárum sit ég enn og vona
mun ég verða þín á ný?
Synd skal talist að særa mig svona
yfir gleði og glaum ég ey lengur bý

Þróttur minn er brátt á enda
að krafti ég leita' en ekkert finn
Val þitt mun mig til himna senda
tár mín falla í hinsta sinn