-1. og eina regla stjórnleysingjans-
…börnin leika sér í blindni og sjá ekki alvörunnar slæmu menn
…foreldrar þeirra hylja augun og segja þeim hið góða sanna
…sem allir vilja heyra en enginn hefur lifað í raun
…handan leikskólans gerist hið slæma á laun…
…öll árin vex barnið upp án hugmyndar um hel
…foreldrarnir ala það á himnum svo því líði vel
…allt springur framan á andlit barnsins síðar
…sannleikur sá er svertir sálirnar fríðar…
…unglingurinn áttar sig á vandamálum öllum þeim
…hugsar stíft um lausnir og bíður hættunni heim
…hættunni á því að brún hans þyngist senn
…er hann áttar sig á því að vondir eru menn…
…en þeir sömu sem hylja allt fyrir börnum
…sprenga sálirnar saklausar á vegum fjölförnum
…eru ráðandi menn sem skapa þessar reglur allar
…niðurdregnir kvalarþorsta karlar
…sem með hræsni þykjast ráða yfir mér
…stjórna fjandans öllu í heimi hér
…ýta á takka og allt fer andskotans til
…hindra að ég geri það sem ég vil
…með boði og bönnum
…hótunum í hrönnum
…dauða og stríði
…svo illa mér líði…
…ég læt ekki stjórna mér lengur
…ég er frjáls ungur drengur
…guð er ekki til
…geri það sem ég vil
…fer ekki eftir reglum neinum
…með biksvart blek í mínum beinum
…af hverju að hlýða
…af hverju að bíða
…eftir einhverju sem aldrei verður
…að stríðið og allt það slæma hverfur…
…meðan fáir stjórna mörgum sálum
…þykjast geta breytt öllum málum
…og allir trúa blindir
…á falsaðar helgimyndir
…getur aldrei orðið friður
…því hræsni er hér siður
…fegurð trúar skapar stríð
…þó biblían sé góð og blíð
…þá er hún ekki pappírsins verð
…né af góðum mönnum gerð…
…stjórnleysi er leið til friðar
…þá loksins eitthvað lengra miðar
…enginn til að hegna lagabrjótum
…og enginn Satan í dýpstu jarðargjótum
…því reglur og trú er ekki til
…og loks geri ég það sem ég vil…
-Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.