…drullumargir djöflar draga mig til sín
…drekkja þeir öllu sem gæti barist þeim mót
…vilji og þrjóska dugar ei sálin mín
…þegar yndisfríð andlit sýna þér blíðuhót…

…táldreginn tippla ég létt á línum fínum
…tyrfin grundin gapir mót mér köld
…fagurleikinn heillar mig með líkama sínum
…mun ég hanga á línunni langt fram á kvöld…

…konur þessarar jarðar hafa mátt einn mikinn
…með augunum geta þær valdið manni skaða
…þegar þú grætur og volar í rúminu svikinn
…þýðir lítið að fara til mömmu og klaga…

…horfandi brosandi viljandi meira
…hlustandi dáleiddur á raddir þeirra
…þrái að snerta og strjúka
…hold þeirra fagra og mjúka
…freistar mín
…tælir mig
…sýnin sú
…er ég horfi á þig…

…þegar konurnar blíðar mig tæla
…og blasir við mér eintóm sæla
…þá mun ég muna það sem ég lærði
…þegar dís ein sárt mig særði
…sú fagra dís mig tældi
…fór svo ég vældi
…en nú máttu láta það berast
…minn kæri vinur
…að höstlerinn mun hommi gerast!

-Pardus-


Uhhh… átti fyrst að vera eitthvað rosalega djúpt og svona (fagurt ástarkvæði… ;/) en svo leiddist ég út í einhverja tóma vitleysu og endaði kvæðið á því að gerast hommi ;þ
Vil samt taka það fram að það er ekki raunin… vildi bara láta enda á einhvern skemmtilegan hátt ;þ
Ég er gagnkynhneigður (vil taka það fram!!!) en hef ekkert á móti hommum svo sem, þeir eru fínir og svona :)
(Æ… NÚ er ég farinn að bulla ;þ)
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.