blómin, lúðrarnir
þvælast fyrir mér
blöðrurnar, gasið
velti því fyrir mér hvort ég
nenni að synda hérna í undiröldunni
þetta fer allt beint í augun
undir lokin sem ég hélt að væru barnheld
vantar tíkall til að opna þau sjálfur
er ekki með staðsetninguna á
höndunum á hreinu
málið vandast sífellt
snýr upp á sig flækist skýtur út
þráðum
(ekki gráta elskan vor
þó þig vanti vit og þor)
ég í gær og á morgun tíni þá af trjánum
týnist á milli þeirra í dag
-k-