Fóstur

Tvö hjörtu slá,
í litríkum draumaheim
Hvors annars.
Sálir er skilja og þrá,
finna hvor aðra.
Barnið er í heiminn
hefur verið kallað,
veit ei hvað verður,
en trúir og treystir
á þig alla…

Tvö hjörtu
er deila heimkynnum
þínum -
líkamanum.
Tvö hjörtu er skynja -
finna…
ótta og blíðu.
Tvö hjörtu sem lifa.
Tvö hjörtu sem tifa
- bíða þess að hittast að nýju.

jath 2000