Dagaskipti
Einn dagur
ein nótt.
Þú komst
- og þú fórst.
Lítil fruma
sem dafnaðir og óx
var hrifin svo snöggt á brott…
Hvarfs í skuggann
í eintómri þögn
hún móðir þín syrgir
- með létti…
Gafst henni frelsi.
Gafst henni líf
sem hún gæti metið
með rétti…
Bless þú ófullgerða líf….