Ekki segja mér
sannleikann
ég get ekki heyrt hann.
Myrkur í sálinni
í kring um mig
allsstaðar.
Ég vil gleyma þér
en þú kemur að mér
allsstaðar.
Ég sé ásjónu þína
þar sem ég vil ekker sjá
nema myrkur.
Ég vildi að ég gæti gleymt þér
höndum þínum
öllu um þig.
En ég get það ekki.
Hvern sem ég sé
þá held ég
að ég sjái þig.
Hvað sem ég geri
þá held ég
að það særi þig.
Þú ert farinn
en ég get ekki gleymt þér.
Þú kemur alltaf aftur.