Nákvæmlega. Það þýðir ekki að stinga hausnum í sandinn og ekki sjá það sem er gott í lífinu, bara þó að maður hafi orðið fyrir vonbrigðum með eitthvað, það hafi ekki gengið upp, not ment to be eða þannig. Maður verður að halda áfram með sitt eigið líf, ekki syrgja einhverja manneskju, því þá er maður ekki að lifa lífinu, heldur að láta einhvern annan lifa því fyrir sig og þá er tilgangi manns hér sóað. Mér finnst að maður eigi að reyna að lifa lífinu eins og dagurinn væri sá síðasti (ekki samt í neinu panik) því að einhvern daginn mun maður hafa rétt fyrir sér og þá er sárt að líta til baka og sjá alla hlutina sem maður vildi hafa gert öðruvísi. Mér finnst heldur ekki að maður eigi að sóa sjálfum sér í að vera reiður út í neinn, því það tekur svo mikla orku frá manni og þá er líka svo miklu erfiðara að komast yfir viðkomandi. Hjá mér virkar oftast að verða öskureið/leið og síðan “fyrirgefa” x-inu og láta svo bara kyrrt liggja. Í reiðinni er líka svo gott að fá útrás, einmitt með ljóðum. Mér finnst mun erfiðara að semja ljóð þegar ég er í jafnvægi, því þá brennur ekkert á vörum mér.