fuglar um bláhvolfið flögra
meðan mennirnir berjast og rífast
með orðum þeir hver öðrum ögra
þá munu dýrin þjást og blæða
því með morðum stórveldin ræða…
…Lítill ungi yfir götuna gengur
greyið sér ei hvar bíllinn kemur
hans bleiku fjaðrir bifast ei lengur
bifreiðin þýtur og vængina kremur.
Lítill búkurinn lyftist hinsta sinni
lík hans enn lifir í minningu minni…
…Ef myndum við í kringum oss líta
og leggja niður vopnin í friði
takast í hendur og hætta að kýta
hamingjan eftir oss brátt biði.
Fuglarnir flygju um himininn sælir
fagurbrúnn örninn á syllunni vælir…
…Við erum blind af sólarinnar birtu
bjánar við erum að horfa ei betur
því á jörðu hvíla fuglar er illmennin myrtu
og grafast í snjóinn hvern einasta vetur
líttu til skýja og leggðu vopn á jörð
lifandi flýgur þá yfir þig, fögur sálnahjörð…
-Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.