Ekki bara standa þarna,
reyna að vera sæt
reyna að vera beib.
Þú veist vel
að þú ert það ekki.
Ekki sýna eitthvað
sem þú átt ekkert með að sýna
því þú hefur það ekki.
Ekki vera með stæla
við fólk sem er minna virði
en gerviblóm.
Ekki reyna við gæja
sem vilja bara ríða
og segja ekki bless.
Ekki reyna að vera eitthvað
sem þú veist betur en allir aðrir
að þú ert ekki.
Ekki reyna að vera kúl á þennan hátt.
Vertu bara þú sjálf.