-Súrsaður Kleppsmatur-

Veggirnir litast bleikir og hrynja fyrir augum mínum veikir
Þessi sófi undir himnunum lifnar við og lemur mig í höfuðið
Þríhöfða skrýmslið bankar á útidyrnar og er að rukka gjöld
En helvítis fíflin hjá skattstofunni fá ei að myrða mig
Hvaða fluga er þetta í horninu???
Hvað í fjandanum er hún að stara á mig???
Ertu fokkings njósnari???
Ég tek upp kíttisspaða og sendi hana beint í klessuhrúguna
Grænt slímið lekur undan búknum hennar og skríður enn
Það lekur í áttina til mín og brátt mun það eitra mig
Er ég hvergi óhultur???
Ég hleyp um húsið i leit að skjóli…
Skápurinn getur hrunið hvenær sem er því hann er úr IKEA
Fasistarnir í Svíþjóð sem hönnuðu hann eru á mála hjá ríkinu
Elta mig uppi með hnífum…
Ég eltist sveittur við hugsanir mínar sem rjúka í burtu
Minningarnar hverfa líkt og pabbastelpa á þríhjóli
Roknar út í buskann líkt og Fréttablaðið í rosaroki
Hoppa upp og niður og reyni að fanga þær en ekkert gengur
Hvað í fjandanum???
Þeir eru komnir inn!!!
Mennirnir í hvítu sloppunum með reikningana sem ég skulda
Þeir stinga mig með blásýru svo ég geti nýst í líffæraflutninga
Svo er ég svæfður og vakna aftur upp í hvítu herbergi
Skýjum ofar en guð er sofandi í augnablikinu… alltaf
Hérna er himnaríki en ég á heima í helvíti
Út af því að ég drap litla ánamaðkinn fyrir 12 árum, 7 ára
Ég er morðinginn sem hjálpaði Oswald að drepa Jón Forseta
Og öxin sem banaði Jóni Arasyni
Ég er hugurinn í Charles Manson
Og typpið á Steingrími Njálssyni
Ég er púðrið í öllum riflum
Og blásýran í sígarettum
Ég er öll eiturefni í kókaíni
Og sýran í smjörsýrunni…
Ég er hættulegur maður og þess vegna flý ég himnana
Burtu frá þessu voðalega húsi við sundin með rauða þakinu
Og stefni á heiminn fyrir utan…

Helvíti
Þar á ég heima.


-Pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.