ljúfa.....
Svo skær að himin er feiminn, svo heit að sólin er köld,
þú lítur á allan heimin, sem leir í þinni hönd.
Kannt ekki að gráta, né syrgja, leiðann þú þekkir ei
ert svo ómannleg vera, svo glöð af ást til alls….
Í þínum heimi fæstir vilja vera
halda þú kveljist svo sárt, hatir þinn veraldalega heim
Þora ekki að nálgast þig af ótta, þeir smitist
þora ekki að hleypa þér inn….
En þú bara brosir við öllum, hlærð inn í þér
svo laus af áhyggjunar kvölum, svo laus af öllum þeim.
Þér fær enginn stjórnað, svo óháð og frjáls
engin regla fær þig beyslar, þú ert prinsessa lífsins sjálfs….
“Þú ein veist hvað lífið elskar, alla í þessum heim….”